Fiat planar raf-Pöndu

Centoventi í Genf fyrir ári.
Centoventi í Genf fyrir ári.

Ítalski bílsmiðurinn Fiat mætti til leiks á bílasýningunni í Genf fyrir ári með nýjan hugmyndabíl að nafni Centoventi, en talið er að þar hafi næsta Panda verið á ferðinni.

Að sögn tímaritsins Autoexpress liggur nú þegar fyrir að bíll þessi fari í framleiðslu og mun undirbúningur þess á lokastigi.

Bíllinn er smíðaður upp af sama undirvagni og Fia 500e sem frumsýndur var fyrir skömmu. Og undirvagn þessi mun eiga eftir að verða undirstaða fleiri nýrra bíla, m.a. af öðrum merkjum en Fiats.

Koma verður í ljós að hve miklu leyti Centoventi þróunarbílnum verður í endanlegum framleiðslubíl. Viss eftirvænting ríkir fyrir því hvernig rafgeymaskipti þróast. Staðalrafgeymirinn dugar til 100 km aksturs, en hægt verður svo að kaupa eða leigja fleiri geyma til að auka drægið.   

mbl.is