Nú geta allir bíleigendur, ekki einungis bílaleigur, afskráð ökutæki sín tímabundið úr umferð.
Skatturinn hefur fallist á að bifreiðagjöld falli niður á árinu 2020 með þessari leið, sama hver eigandinn er, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu (BGS).
Framkvæmdin er í höndum Samgöngustofu en niðurfelling á bifreiðagjöldum gerist sjálfkrafa í framhaldi af breyttri skráningu í ökutækjaskrá.