Skipta nú út nagladekkjum

Annasamt er nú á dekkjaverkstæðum en reglugerð samkvæmt eiga allir bílar að vera komnir á sumardekk 15. apríl.

Sú dagsetning er þó ekki algjörlega heilög því svigrúm og lengri frestur er gefinn með tilliti til veðráttu eða ef vitað er að ökumenn eru til dæmis á ferðinni yfir fjallvegi eða þær slóðir þar sem færð getur spillst þó að komið sé fram á vor.

„Í byrjun maí förum við að skoða þetta og ýta á ökumenn að fara með bílana af nagladekkjum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann kom við á dekkjaverkstæðinu Kletti við Hátún í Reykjavík í gær og sést hér með Þórði Þrastarsyni stöðvarstjóra.

„Við tökum bíla í dekkjaskipti hér eftir bókunum og erum með alla tíma bókaða út næstu viku. Svona skilst mér raunar að staðan sé á fleiri verkstæðum. Þá vantar okkur líka mannskap. Í törnum vor og haust höfum við stundum fengið til okkar í gegnum starfsmannaleigur, fólk erlendis frá, sem nú kemst hvergi vegna kórónuveirufaraldursins,“ segir Þórður. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina