Minnsti jeppi frá Toyota

Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.

Toyota frumsýndi í morgun austur í Japan splunkunýjan smájeppa, eða Yaris Cross. Hann er með drif á öllum fjórum hjólum og tvíaflsrás.

Hér er um að ræða minnsta jeppa sem Toyota hefur smíðað en í hönnun hans virðist sem hinn velheppnaði RAV4 hafi verið fyrirmynd. Hann er byggður upp af sama undirvagni og nýi Yarisinn, svonefndum TNGA grunni.

Hægt er að velja um hvort Yaris Cross er keyptur með drifi á tveimur hjólum eða öllum fjórum.

Bílsins nýja er að vænta á Evrópumarkað á næsta ári.



Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
Tvinnbíllinn Toyota Yaris Cross.
mbl.is