Ótakmarkaður ökuhraða á þýskum hraðbrautum hefur verið mörgum þyrnir í augum.
Margar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta því til að draga úr umferðarhraða og slysahættu.
Nú bendir allt til þess að hámarkshraði komi til að vera, ef marka má Robert Habeck, formaður flokks Græningja í Þýskalandi.
Habeck segir að verði af stjórnarþátttöku flokksins eftir þingkosningar á næsta ári muni hann koma því til leiðar að hraði umfram 130 km/klst verði ekki leyfður í þýska þjóðvegakerfinu. „Það verður fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar.“