Scania hefur nú sett á markað nýja línu af vörubílum sem eru eingöngu knúnir rafmagni. Tvinn vörubíll Scania hefur einnig verið uppfærður með tilliti til vegalengdar sem hægt er að keyra á rafmagni eingöngu.
Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem bætt er við að vörubílarnir frá Scania hafi notið mikilla vinsælda á undanförnum árum.
Nýja línan er aðeins fyrsta skref Scania þegar kemur að vistvænum samgöngum. Fyrirtækið hefur sett sér markmið til 2025 um vísindalegar framfarir til að mæta markmiðum Parísarsáttmálans. Á næstu árum mun Scania til að mynda setja nýja rafvædda vöru á markaðinn á hverju ári.
„Fyrir okkur hjá Kletti eru þetta mjög ánægjulegar fréttir því við viljum gjarnan geta boðið viðskiptavinum okkar upp á vistvænar lausnir sem eru klárlega það sem koma skal á næstu árum“ segir Bjarni Arnarson, sölustjóri hjá Kletti.
Rafvörubílar Scania eru í dag fyrst og fremst ætlaðir fyrir vöruflutninga innan ákveðinna svæða eða borgarmarka. Í náinni framtíð munu svo koma á markaðinn nýir rafvörubílar til langferða frá fyrirtækinu.