Ökutækjatryggingar eru allt að tvöfalt dýrari á Íslandi en í hinum norrænu ríkjunum. Þetta kemur fram í samanburði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Þar segir jafnframt að engar eðlilegar skýringar búi að baki þessum mikla mun.
„Í Danmörku eru bílar til dæmis dýrari en hér og laun svipuð. Samt eru íslensku bílatryggingarnar 57-97% dýrari en þær dönsku. Danskt tryggingafélag innheimtir rúmlega 97 þúsund króna iðgjald á móti 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi íslensku félaganna,“ segir í umfjöllun FÍB.
Í umfjölluninni segir enn fremur að lítil samkeppni ríki milli félaganna hér á landi. Þá sé í raun verið að „okra“ á eigendum bifreiða. Þannig hafi allt of há iðgjöld verið tekin af íslenskum neytendum undanfarin ár.
Sjá samanburðinn á mynd hér að neðan.