Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class var frumsýndur á dögunum og er þetta líklega mesta lúxuskerra sem fyrirfinnst í heiminum í dag, að sögn Öskju sem fer með umboð fyrir Mercedes á Íslandi.
Bíllinn er gríðarlega vel búinn þægindum og tækninýjungum og má segja að lúxus í bifreið sé skilgreindur upp á nýtt með þessum nýja bíl.
Síðan Mercedes-Benz Maybach S-Class kom fyrst á markað árið 2015 hafa rúm 60 þúsund eintök af bílnum verið seld víðs vegar um heiminn. Á síðasta ári voru alls 12 þúsund Mercedes-Maybach S-Class seldir og hafa aldrei fleiri eintök selst á einu ári.
Hjólhaf Maybach er 180 mm lengra en Mercedes-Benz S-Class. Bíllinn er búinn miklum lúxus og m.a. er boðið upp á kálfahvíldarnudd og upphitun á hálsi og öxlum. Fimm skjáir eru í bílnum, þar á meðal 12,3 tommu mælaborðsskjár og 12,8 tommu OLED margmiðlunarskjár með snertiskjá. Þess til viðbótar er hver og einn skjár stillanlegur eftir höfði viðkomandi farþega.
Bíllinn er með nýrri kynslóð MBUX afþreyingakerfisins sem gerir t.d farþegum í aftursætum kleift að taka myndsímtöl með Zoom í gengum 11,6” snertiskjá sem búinn er háskerpumyndavél. Alls eru 30 hátalarar í innanrýminu sem er með 4D surround kerfi.
Allar upplýsingar sem máli skipta við aksturinn koma í sjónlínu ökumanns í framrúðuna. Maybach S 580 4MATIC er með 4,0 lítra V-8 vél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 496 hestöflum. Vélin er búin EQ Boost, sem gefur allt að 21 hestöfl til viðbótar ef á þarf að halda.
Mercedes-Maybach S-class fer í framleiðslu um mitt næsta ár og það er aldrei að vita nema einn slíkur komi til Íslands, segir ítlkynningu frá Öskju.