Hyundai i10 besti borgarbíllinn

Hyundai i10
Hyundai i10

Breska bíla­ritið What car? sem rek­ur sam­nefnd­an bíla­vef, hef­ur út­nefnt nýj­an Hyundai i10 besta borg­ar­bíl árs­ins 2021.

Þetta var til­kynnt á ár­legri verðlauna­hátíð What car? sem fram fór á net­inu fyrr í vik­unni, þar sem i10 var lofaður fyr­ir hag­kvæmni í rekstri, góðan tækni­búnað og ekki síst þæg­indi þar sem i10 þykir meðal ann­ars einkar hljóðlát­ur.

Auk fyrr­nefndra kosta Hyundai i10 sögðu dóm­ar­arn­ir einnig frá því að á und­an­förn­um tólf mánuðum hefði i10 farið hratt upp vin­sældal­ist­ann meðal les­enda What car? þegar mjög marg­ir nefndu hann sem einn af þeim sem kæmi sterk­lega til greina við næstu bíla­kaup í skoðana­könn­un meðal les­enda.

Þegar upp var staðið endaði Hyundai i10 í fyrsta sæti á list­an­um enda sá sem flest­ir þátt­tak­end­ur í könn­un­inni sögðu að yrði næst fyr­ir val­inu.

Einn vin­sæl­asti bíll­inn í sín­um flokki

Hyundai i10
Hyundai i10


Fáir bíl­ar Hyundai hafa á unda­förn­um árum notið jafn mik­illa vin­sælda og
Hyundai i10 sem hef­ur verði einn vin­sæl­asti bíll­inn í sín­um flokki mörg und­an­far­in ár.

Síðastliðið sum­ar frum­sýndi Hyundai á Íslandi nýj­an og end­ur­hannaðan i10 og hef­ur bíll­inn aldrei verið jafn vel bú­inn og nú á ör­ygg­is- og þæg­inda­sviði auk þess að vera sér­lega hag­kvæm­ur í rekstri. Nýr Hyundai i10 kost­ar frá 2.350.000 krón­um hjá Hyundai á Íslandi við Kaup­tún í Garðabæ.

Hyundai i10
Hyundai i10
Hyundai i10
Hyundai i10
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »