Meðal smábíla sem hætt verður fljótlega að smíða mun vera hinn franski Renault Twingo.
„Bíll sem mælist 3,60 metra langur stendur ekki öllu lengur undir sér,“ segir Renaultstjórinn Luca de Meo. „Það eru leikreglurnar sem verða honum að aldurtila,“ bættir hann við og skírskotar með því til komandi nýrra regla um losun gróðurhúsalofts frá bílum, Euro 7-reglanna.
Það hljómar eins og hver önnur þverstæða að meðan borgir og annað þéttbýli þarfast smærri og smærri bíla eru þeir skornir við trog.
Alltjent er þetta kraftbirting þeirra miklu breytinga sem verið hafa að eiga sér stað varðandi aukinnar sóknar rafbíla inn á markaðinn.