Allur gangur á hvað drægnin kostar

Nýr Citroen ë-C4 rafbíll dregur 350 km.
Nýr Citroen ë-C4 rafbíll dregur 350 km.

Tesla Model 3 Long Range er sá rafmagnsbíll á íslenskum markaði sem veitir mesta drægni miðað við verð.

Þetta er niðurstaða útreikninga Huga Hlynssonar vefhönnuðar og áhugamanns um rafbíla en hann hefur safnað saman hagnýtum samanburðartölum á vefsíðunni www.veldurafbil.is

Hugi, sem er 29 ára gamall, eignaðist sinn fyrsta rafbíl fyrir tveimur árum þegar barn númer tvö var á leiðinni. Áður höfðu Hugi og unnusta hans látið sér nægja að nota reiðhjólið sem sitt aðalsamgöngutæki. „Fyrsta barnið kom árið 2016 og gekk okkur ágætlega að fara áfram allra okkar ferða hjólandi enda búsett í miðbænum. Þegar ljóst var að annað barn væri væntanlegt fannst okkur þó vissara að bæta við nýju og afkastameira samgöngutæki,“ segir hann.

Gerði lista til að einfalda valið

Hugi kveðst lengi hafa haft mikinn tækniáhuga og því verið forvitinn um rafbíla þótt það hafi ekki endilega verið markmið út af fyrir sig að kaupa einn slíkan inn á heimilið. Hann lagðist einfaldlega í rannsóknarvinnu, setti upp excel-skjal, bar saman áhugaverðustu valkostina á markaðnum og varð úr að fjárfesta í notuðum Nissan Leaf. Er Hugi afskaplega ánægður með kaupin og segir bílinn þægilegan samvistum og skemmtilegan í akstri.

Vefsíðan varð til vegna þess að fréttir af excel-skjali Huga spurðust út á meðal ættingja hans og vina sem vildu glöggva sig betur á rafbílaframboðinu. Vefsíðan sýnir alla nýja rafbíla sem hægt er að kaupa á Íslandi og hægt að raða þeim eftir nafni, verði, drægni í blönduðum akstri, hröðun og verði á hvern drægniskílómetra.

Nýjustu módelin með forskot vegna lækkandi rafhlöðuverðs

Niðurstöðurnar eru forvitnilegar en nærri fjórfaldur munur er á þeim bílum sem veita mesta og minnsta drægni fyrir hverja krónu. Þeir bílar sem kosta mest miðað við drægnina eru flestir í lúxusbílaflokki en á því má þó finna nokkrar undantekningar og lenda t.d. Nissan e-NV200, Renault Kangoo MAXI II EV og Maxus EUNIQ 5 nokkuð neðarlega á listanum þótt þeir teljist ekki til lúxusbíla. Segir Hugi að íburður og verð haldist yfirleitt í hendur en þeir rafbílar sem eru ekki í lúxusflokki en sitja samt neðarlega á listanum eigi það margir sameiginlegt að vera ögn eldri módel. Nýjustu gerðir rafbíla njóti góðs af því að rafhlöðuverð hefur farið lækkandi jafnt og þétt og samanburðurinn þeim hagfelldari af þeim sökum. „Rafhlaðan sjálf myndar stærsta hlutann af verði bílsins en samkvæmt nýlegri rannsókn Bloomberg NEF hefur verð á tilbúnum rafhlöðupakkningum fyrir bíla lækkað að jafnaði um 20% árlega undanfarna tvo áratugi.“

Hugi Hlynsson
Hugi Hlynsson
Drægi rafbíla kostar misjafnlega mikið sé hún reiknuð í krónum.
Drægi rafbíla kostar misjafnlega mikið sé hún reiknuð í krónum. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina