Ford hefur ákveðið að framleiða nýjan rafdrifinn smábíl sem stefnt verður á alla heimsins bílamarkaði. Verður hann byggður upp af MEB-eininga undirvagni Volkswagen.
Þetta verður fyrsti fjöldaframleiddi litli rafbíllinn frá Ford og þar sem bílsmiðjan í Köln framleiðir nú Fiesta er viðbúið að smíði hans verði lögð niður þegar MEB-undirvagninn kemur til skjalanna að fullu.
Búist er við að bílar með brunavél hverfi af færiböndum smiðjunnar í síðasta lagi 2024.
Vandræði leggjast nú á rafbílasamstarf VW og Ford vegna dóms yfir kóreska rafgeymasmiðnum SK Innovation, sem féll nýverið í Bandaríkjunum. Keppinauturinn LG Chem, sem er bandarískt fyrirtæki, sakaði SKI um iðnaðarnjósnir og vann málið. Getur það haft í för með sér 10 ára innflutningsbann.
Bæði VE og Ford höfðu átt í samstarfi við SKI sem reisir nú verksmiðju til framleiðslu rafgeyma fyrir rafbíla. Vegna dómsins þarf SKI að bíða í fjögur ár með að smíða rafhlöður fyrir Ford og er biðin tvö ár fyrir Volkswagen.
agas@mbl.is