Spennandi Kínverji

Nio er spáð mikilli velgengni.
Nio er spáð mikilli velgengni.

Austur í Kína er smíðaður rafbíll með heitinu Nio sem er í mikilli uppsveiflu þar í  landi. Hafa hlutabréf í fyrirtækinu risið með hraða eldflaugar.

Frá því að vera lítið frumkvöðlafyrirtæki árið 2018 og þar til í dag hafa bréfin í Nio hækkað tvöfalt meira en bréf í bandaríska bílsmiðnum Tesla. Er verðmæti kínverska fyrirtækisins vera rétt undir 100 milljörðum dollara en með því er það verðmætara en General Motors (GM).

Nýverið var smíðað 100 þúsundasta eintakið af Nio sem kom fyrst á götuna í október 2018. Fjör er hlaupið í sölu bílsins en í nýliðnum janúar rúlluðu 7.225 eintak af færiböndunum og 5.578 í febrúar, þrátt fyrir röskun af völdum kórónuveirunnar.

Hingað til hefur bíllinn aðeins verið seldur á innanlandsmarkaði í  Kína, í tveimur módelum. Annars vegar jeppa með heitinu ES6 með verðmiðanum 42.500 evrur. Hins vegar EC6, sem er líkur Tesla að útliti og kostar tvöþúsund evrum meira, eða 44.500.

Í byrjun ársins kom Nio svo með þriðja módelið á markað, stóra jeppann ET7  sem býðst á 57.000 evrur. Úr vélinni má draga 150 kílóvattstunda raforku. Þarf hann færri heimssóknir á rafhleðslustöðvar því drægið mun vera 1.000 kílómetrar. Af honum seldust 1660 eintök í janúar, fyrsta mánuðinum sem hann var í sölu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka