Renault Zoe rústaði drægismetin

Ökumenn og aðstandendur metaksturs Renault Zoe fagna árangrinum í Thruxton.
Ökumenn og aðstandendur metaksturs Renault Zoe fagna árangrinum í Thruxton.

Sveit manna á veg­um líkn­ar­fé­lags­ins Missi­on Motor­sports í Bretlandi hef­ur sett nýtt heims­met í lang­drægi raf­bíla en þeir lögðu að baki 475 míl­ur eða 760 kíló­metra á einni hleðslu raf­geym­is raf­bíls­ins Renault Zoe.

Missi­on Motor­sports er líkn­ar­fé­lag inn­an breska land­hers­ins og tóku nokkr­ir upp­gjafa­her­menn akst­ur­inn að sér. Til reiðar­inn­ar höfðu þeir óbreytt­an staðal­bíl Renault Zoe.

Jafn­gild­ir ár­ang­ur þeirra meðaltalsakstri up á 14,6 km á hverja kíló­vatt­stund sem er vel yfir gamla dræg­is­met­inu sem var 12,6 km á kWst, sett í Frakklandi árið 2018.

Nýja metið var sett í Thruxt­on sem er hraðasta kapp­akst­urs­braut Bret­lands. Sá kost­ur braut­ar­inn­ar gagnaðist lítt því bíln­um var ekið á 19 mílna eða 30 kíló­metra meðal­hraða á klukku­stund til að ferðin bitnaði sem minnst á dræg­inu.

Af hálfu Missi­on Motor­sport seg­ir að óbreytt út­gáfa Zoe-götu­bíls hafi verið feng­in að láni hjá bíla­sölu­sam­steypu til akst­urs­ins. Und­ir hann voru reynd­ar sett viðnáms­lít­il dekk til að bæta drægi hans. Þau voru frá fyr­ir­tæk­inu Enso sem fæst við að þróa og fram­leiða „sjálf­bær dekk sem bitni kostnaðarlega hvorki á öku­mann­in­um né um­hverf­inu“, eins og þar seg­ir.

Ann­ar Zoe var með í för og ók sam­tím­is ná­kvæm­lega sömu leið en und­ir hon­um voru staðaldekk bíls­ins. Fyll­ing­in dugði hon­um 424 míl­ur, eða sem svar­ar 678 kíló­metr­um.

„Thruxt­on var aug­ljós­lega rétti kost­ur­inn til þess­ar­ar mettilraun­ar. En þrátt fyr­ir hraðaeig­in­leika henn­ar er lyk­ill­inn að því að draga 760 kíló­metra að finna hag­stæðasta öku­hraðann og aka mjúk­lega og jafnt alla leið,“ sagði James Ca­meron, for­stjóri Missi­on Motor­sport. „Með til­styrk Enso-raf­bíla­dekkja þótt­umst við viss­ir um að geta slegið metið. En hinn mikla mun sem reynd­ist á skil­virkni þeirra og vega­lengd gát­um við aldrei séð fyr­ir,“ bætti hann við. agas@mbl.is

Renault Zoe á ferð í Thruxton brautinni á leið til …
Renault Zoe á ferð í Thruxt­on braut­inni á leið til ótrú­legs dræg­is.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »