Ósigrandi á umhverfisvænum jeppa

Maður lítur vel út á malbikinu á Jeep Wrangler Rubicon …
Maður lítur vel út á malbikinu á Jeep Wrangler Rubicon tengiltvinnbílnum og úti í óbyggðum er maður fær í flestan sjó. Kristinn Magnússon

Jeep Wrangler Ru­bicon 4xe Plug-In-Hybrid er fyrsti al­vöru ten­gilt­vinn-tor­færujepp­inn á markaðnum ef mér skjátl­ast ekki og hvað er meira töff en um­hverf­i­s­væn jeppa­bif­reið? Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa til­finn­ing­unni sem greip mig við akst­ur­inn þá kem­ur mér helst til huga orðið ósigrandi.

Þannig leið mér sem sagt und­ir stýri á Ru­bicon-jepp­an­um. Bæði var það vegna þeirr­ar staðreynd­ar að bíll­inn kemst yfir nán­ast hvaða tor­fær­ur sem er en líka af því að hann er á sama tíma lip­ur og þægi­leg­ur í akstri á mal­bik­inu. Hest­öfl­in 375 og 673 Nm tog eru vitn­is­b­urður um að ork­una skort­ir ekki í þetta tryl­li­tæki. Það að leggja sitt af mörk­um til um­hverf­is­mála ger­ir mann líka enn sátt­ari við bif­reiðina.

Blá­ir lit­ir tákna raf­magn

Ef við horf­um til þess sem snýr sér­stak­lega að raf­drif­inu í bíln­um þá eru bæði út­lits­leg­ir þætt­ir að utan og inn­an sem tengja bíl­inn sér­stak­lega við hinn nýja afl­gjafa. Bláu lógó­in utan á bíln­um vísa til raf­magns­ins og sömu­leiðis blá­ir krók­ar að fram­an og drátt­ar­hring­ur að aft­an. Að inn­an eru blá­ar lín­ur í inn­rétt­ingu og sæt­um en í upp­run­lega Ru­bicon-jepp­an­um, óraf­mögnuðum, eru lín­urn­ar rauðar.

Til vinstri við stýrið eru svo þrír E-takk­ar. Á ein­um hnapp­in­um stend­ur Electric en sé stutt á hann not­ar jepp­inn ein­göngu raf­magn fyrstu 34 kíló­metr­ana. Hybrid-takk­inn vel­ur raf­magnið fram yfir bens­ínið þar til raf­hlaðan, sem er und­ir aft­ur­sæt­um bíls­ins, er kom­in niður í ákveðin hleðslu­mörk, og skipt­ir þá yfir í bens­ínið, auk þess sem bens­ínið gef­ur viðbót­ar­kraft þegar auka þarf hraðann skyndi­lega. Þriðji takk­inn, E-Save, not­ar bens­ínið ein­göngu og spar­ar raf­magnið til betri tíma, þegar þig lang­ar til dæm­is að læðast hljóðlega inn í skóg­arrjóður eft­ir lang­an bíltúr.

Fram­leiðir raf­magn á ferð

Wrangler 4xe fram­leiðir raf­magn inn á raf­hlöðuna þegar hemlað er og þegar bíll­inn er í fjór­hóla­drif­inu, en einnig er hægt að ýta á „B-takk­ann“ svo­kallaða sem er að finna í flest­um raf- og ten­gilt­vinn­bíl­um. Þá fram­leiðir bíll­inn meira raf­magn á ferð en ella og held­ur við þegar fæti er lyft af bens­ín­gjöf.

Raf­magnið end­ist eins og fyrr sagði rétt um 30 kíló­metra leið, og þeir sem hafa aðstöðu til að hlaða heima og í vinnu ættu því að geta notað bíl­inn í miðri viku á raf­magn­inu einu sam­an ef þeir eru dug­leg­ir að stinga í sam­band. Tvo og hálf­an tíma tek­ur að fylla batte­ríið í hraðhleðslu, en allt að tólf tíma í heima­hleðslu.

Gott viðmót upp­lýs­inga­kerf­is

Ég vil hrósa upp­lýs­inga­kerf­inu í miðju mæla­borðsins sér­stak­lega. Mér fannst viðmótið mjög aðgengi­legt, gott og vel hannað, og um­gjörðin utan um skjá­inn vel frá­geng­in. Það er ein­mitt eitt af því sem ein­kenn­ir bíl­inn að utan og inn­an hve vel hann er „rammaður inn“ og frá­geng­inn, þó að hann haldi líka í gróft og jeppalegt yf­ir­bragð.

Bíl­inn er það hár að maður þarf eig­in­lega að grípa í hand­fang til að hífa sig upp í sætið, en það ger­ir bíl­inn bara meira jeppaleg­an. Leður­sæt­in eru sér­lega þægi­leg og akst­ur­inn verður ánægju­legri fyr­ir vikið.

Ru­bicon Track Lok-driflæs­ing­arn­ar að fram­an og aft­an og hátt og lágt drif hjálp­ar allt til við að koma bíln­um yfir hvaða ójöfn­ur sem er. Þá er hægt að ýta á einn takka til að af­tengja jafn­væg­is­stang­irn­ar.

Pláss í skotti er frek­ar lítið og leggja þarf aft­ur­sæt­in niður til að koma með góðu móti inn golf­setti, svo dæmi sé tekið. Útsýni í bíln­um er ágætt, þrátt fyr­ir að framrúðan sé frek­ar lít­il.

Hægt er að breyta bíln­um í op­inn blæju­bíl, þ.e. það er hægt að taka af hon­um hurðirn­ar og topp­inn, og láta þannig loftið leika um hárið eins og í banda­rískri Hollywood-mynd.

Farþegar rúm­ast vel í bíln­um, bæði fram í og aft­ur í, og fóta- og höfuðpláss er nægt. Hanska­hólf er lítið og pját­urs­legt og tvö hólf eru fyr­ir drykki fram í og tvö aft­ur í – í niður­fell­an­legri brík í miðju.

Hiti er í stýri og sæt­um og hljóðkerfið er dúndr­andi gott.

Jeep Wrangler Ru­bicon er hörku­skemmti­leg­ur bíll sem ég hafði mikla ánægju af að aka um inni í borg og utan henn­ar. Þetta er bíll sem hent­ar sér­lega vel fyr­ir fólk sem vill vera til í hvað sem er hvenær sem er.

Jeep Wrangler Ru­bicon 4xe

» Árgerð 2021

» 2,0L Tur­bo, Plug-in Hybrid

» 8 gíra sjálf­skipt­ur

» Fjór­hjóla­drif­inn

» 375 hest­öfl og 637 Nm

» 0-100 km/​klst. á 6 sek.

» CO2 los­un 94 g/​km

» Raf­drægni 42 km

» Meðaleyðsla 4,1 l/​100 km

» Eig­in þyngd 2.334 kg

» Far­ang­urs­rými 548 til 1.059 lítr­ar.

» Umboð: ÍSBAND

» Grunn­verð: 9.490.000 kr.

» Verð eins og prófaður 10.780.000 kr.

Farþegar rúmast vel í bílnum, bæði fram í og aftur …
Farþegar rúm­ast vel í bíln­um, bæði fram í og aft­ur í, og fóta- og höfuðpláss er nægt.
Leðursætin eru sérlega þægileg og aksturinn ánægjulegri fyrir vikið.
Leður­sæt­in eru sér­lega þægi­leg og akst­ur­inn ánægju­legri fyr­ir vikið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Hestöflin 375 og 673 Nm tog eru vitnisburður um að …
Hest­öfl­in 375 og 673 Nm tog eru vitn­is­b­urður um að ork­una skort­ir ekki.
Viðmót upplýsingakerfisins er mjög aðgengilegt, gott og vel hannað.
Viðmót upp­lýs­inga­kerf­is­ins er mjög aðgengi­legt, gott og vel hannað. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Pláss í skotti er frekar lítið og leggja þarf aftursætin …
Pláss í skotti er frek­ar lítið og leggja þarf aft­ur­sæt­in niður til að koma með góðu móti inn til dæm­is golf­setti. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Bíllinn kemst yfir nánast hvaða torfærur sem er en er …
Bíll­inn kemst yfir nán­ast hvaða tor­fær­ur sem er en er á sama tíma lip­ur og þægi­leg­ur í akstri á mal­bik­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »