Smart kynnir nýjan bíl og hefur samstarf á Íslandi

Nýr Smart Concept #1.
Nýr Smart Concept #1. Ljósmynd/Bílaumboðið Askja

Á IAA Mobility 2021 bíla­sýn­ing­unni í Munich, frum­sýndi bíla­fram­leiðand­inn Smart hinn nýja Concept #1 raf­bíl. Hann telst til svo­kallaðra borg­ar­jepp­linga og er fjór­hjóla­drif­inn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Bílaum­boðinu Öskju, sem hef­ur hafið sam­starf við Smart.

Smart Concept #1 er hannaður af Mercedes-Benz og fram­leidd­ur í nýrri verk­smiðju Smart í Kína. Concept #1 hef­ur vakið mikla at­hygli á sýn­ing­unni og var samn­ing­ur Öskju og Smart und­ir­ritaður á fyrsta degi sýn­ing­ar­inn­ar sem stend­ur yfir til 12. sept­em­ber. Bif­reiðin sem kynnt var í Munich er ná­lægt end­an­legri fram­leiðslu­út­færslu þó svo að um hug­mynda­bíl sé að ræða (e. concept car). 

Marg­ir kann­ast við vörumerkið Smart en fyrstu smart bíl­arn­ir komu á markaðinn í Evr­ópu árið 1997. Nafnið Smart varð til í sam­starfi úra­fram­leiðand­ans SWATCH og Mercedes-Benz og stend­ur fyr­ir Swatch Mercedes ART. 

Ljós­mynd/​Bílaum­boðið Askja

Blanda af þýsku og kín­versku hug­viti

Í lok árs 2019 var það til­kynnt að Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bíla­fram­leiðandi Kína, myndu hefja sam­starf í þróun og fram­leiðslu Smart. Fé­lög­in eiga sitt­hvora 50% hlut­deild­ina í fyr­ir­tæk­inu og mark­miðið er að ná fram því besta frá hvoru þeirra. Þannig legg­ur Mercedes-Benz til hönn­un að inn­an og utan en Geely legg­ur til fram­leiðsluþekk­ingu og verk­smiðjur. 

„Við hjá Öskju höf­um unnið að þessu í þó nokk­urn tíma og núna á þess­um tíma­punkti þegar sam­starf Mercedes-Benz og Geely er að hefjast lá það fyr­ir að þetta væri rétti tím­inn. Smart var fyrsti fram­leiðandi heims sem hætt­ir al­farið fram­leiðslu hefðbund­inna jarðefna­eldsneyt­is­bíla og skipti al­farið yfir í raf­bíla.

Við mun­um frá ár­inu 2023 sjá nokkra nýja Smart bíla koma á markaðinn og þeir eru stærri en við höf­um áður séð. Okk­ur finnst því Smart vera full­kom­in vara fyr­ir Ísland. Raf­knú­inn bíla­fram­leiðandi í hæsta gæðaflokki, sem býður upp á fjór­hjóla­drif­inn borg­ar­jepp­ling á góðu verði og með drægni sem telst til fyr­ir­mynd­ar í þess­um stærðarflokki auk þess að tengj­an­leiki við snjall­tæki verður eins og best verður á kosið," er haft eft­ir Jóni Trausta Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Öskju. 

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Öskju. mbl.is/​Golli

For­stjóri Smart í Evr­ópu, Dirk Adelmann, skrifaði und­ir sam­komu­lagið fyr­ir hönd fyr­ir­tæk­is­ins. Við til­efnið var haft eft­ir hon­um:

„Askja hef­ur verið frá­bær sam­starfsaðili Mercedes-Benz í 18 ár á Íslandi. Það lá því strax fyr­ir að til­nefna Öskju sem sölu- og þjón­ustuaðila á Íslandi. Við erum full til­hlökk­un­ar að fá að kynna Smart fyr­ir Íslend­ing­um og erum viss um að Ísland sem er meðal þeirra landa í Evr­ópu sem eru lengst komn­ir í raf­bíla­væðing­unni mun taka okk­ur vel. Landið legg­ur mikla áherslu á sjálf­bæra orku­fram­leiðslu og raf­bíla­væðing  mun flýta þeirri þróun enn frek­ar."

Ljós­mynd/​Bílaum­boðið Askja
mbl.is

Bílar »