Hitnar undir samkeppni um rafbíla

Rafbílar í hleðslu.
Rafbílar í hleðslu. mbl.is/​Hari

Það virðist ekki renna upp sá dagur núorðið að ekki berist fréttir af bílaframleiðendum og margmilljarða samningum þeirra á sviði þróunar rafbíla og tengiltvinnbíla.

Í síðustu viku greindi GM frá því að fyrirtækið ætlaði að ráðast í áætlanagerð á sviði rafbíla og fyrir nokkrum vikum kynntu forvarsmenn Ford að framleiðandinn myndi eyða 11 milljörðum dollara, 1.400 milljörðum króna, í uppbyggingu nýrrar verksmiðju fyrir rafbíla.

Frá ægistórri verksmiðju Tesla í Þýskalandi.
Frá ægistórri verksmiðju Tesla í Þýskalandi. AFP

Í umfjöllun blaðsins Car and Driver segir að árin 2020-2030 verði þekkt fyrir orkuskipti bílaflota heimsins og er þar vísað til margmilljarða fjárfestinga þessara tveggja risa í bílaheiminum.

Þannig segir í umfjölluninni að Ford og GM séu að feta í fótspor Tesla, sem byggði sér gríðarstóra verksmiðju í Berlín, höfuðborg Þýskalands, til þess að tvinna saman framleiðslu rafbíla og rafhlaðna í þá. Fyrirtækin séu þannig að reyna að hætta viðskiptum við þriðja aðila um rafhlöður og reyna í auknum mæli að framleiða þær sjálf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina