Kia EV6 valinn Bíll ársins

Raf­bíll­inn Kia EV6 hef­ur verið val­inn Bíll árs­ins 2022. Þetta er sögð vera ein mesta viður­kenn­ing sem bíll get­ur hlotið.

Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Öskju, umboðsmaðila Kia á Íslandi. Þar kem­ur fram að Kia EV6 hafi fengið frá­bær­ar viðtök­ur síðan hann var frum­sýnd­ur á síðasta ári. Dóm­nefnd sem sam­an­stóð af 59 bíla­blaðamönn­um frá 22 Evr­ópu­lönd­um valdi Kia EV6 Bíl árs­ins en hann hafði bet­ur og hampaði titl­in­um eft­ir bar­áttu við Renault Mega­ne E-Tech, Hyundai ION­IQ 5, Peu­geot 308, Škoda Enyaq iV, Ford Mu­stang Mach-E og Cupra Born. Valið um bíl árs­ins hef­ur verið haldið all­ar göt­ur síðan 1965.

„Það er óvænt­ur en mik­ill heiður að Kia EV6 hljóti þenn­an stóra titil. Kia á það sann­ar­lega skilið því það hef­ur verið unnið öt­ul­lega að því að gera Kia EV6 að því sem hann er. Fram­far­ir Kia eru mikl­ar og það skil­ar sér í þess­um sigri,“ seg­ir Frank Jans­sen, for­seti Car of the Year verðlaun­anna.
 
Kia EV6 hef­ur allt 528 km drægi á raf­hlöðunni og get­ur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mín­út­um. Hvort tveggja er með því besta sem þekk­ist í raf­bíla­heim­in­um, seg­ir í til­kynn­ingu Öskju.
„Það er gríðarlega mik­ill heiður að vinna Bíl árs­ins 2022. Þetta er í fyrsta skipti sem bíll frá Kia vinn­ur til þess­ara virtu verðlauna. Kia EV6 er tíma­móta­bíll og bíður upp á allt það besta sem raf­bíll,“ er haft eft­ir Ja­son Jeong, for­stjóra hjá Kia Europe.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »