Fyrsti rafdrifni lúxusjeppinn frá Mercedes-AMG

EQE SUV-lúxusjeppinn frá Mercedes-Benz.
EQE SUV-lúxusjeppinn frá Mercedes-Benz. Ljósmynd/Aðsend

Mercedes-Benz frumsýndi á dögunum nýjan lúxusjeppa sem gengur að fullu fyrir rafmagni. Þetta er jafnframt fyrsti AMG lúxusjeppinn frá Mercedes-EQ og Mercedes-AMG sem er hundrað prósent rafdrifinn.

Að sögn fyrirtækisins er EQE SUV-lúxusjeppinn hlaðinn þægindabúnaði og með mikla afkastagetu. Hann er byggður á sameiginlegum EVA 2.0 undirvagni sem einnig má finna í EQS og EQE fólksbílunum.

Ljósmynd/Aðsend

Bíllinn er með allt að 590 kílómetra drægi og rafmótorinn skilar bílnum allt að 687 hestöflum í AMG útfærslunni. Bíllinn er að auki með öflugt fjórhjóladrif og innanrýmið inniheldur þægindabúnað, MBUX hágæða marmiðlunarkerfi og Burmester 3D hljóðkerfi. Farangursrými bílsins er alls 1686 rúmlítrar. 

EQE SUV-jeppinn er skref í rafbílavæðingu Mercedes en bílaframleiðandinn hefur gefið út að árið 2030 muni allur bílafloti vörumerkisins vera framleiddur kolefnishlutlaus og samanstanda einungis af rafmagnsbílum. 

Forsala á EQE SUV-jeppanum mun hefjast snemma á nýju ári og er áætlaður til landsins um mitt ár 2023. 

mbl.is