Tesla tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að lækka verð á mest seldu bílum sínum um allt að 20% í Evrópu og Bandaríkjunum til þess að mæta aukinni samkeppni á rafbílamarkaði.
Tesla hefur tvisvar sinnum á síðustu mánuðum lækkað verð á bílum sínum í Kína.
Hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið mikið síðasta árið og féllu um 4,5% í morgun, en hækkuðu aðeins á ný eftir því sem leið á daginn.
Á síðasta ári framleiddi fyrirtækið 1,3 milljónir bifreiða sem er 40% meira en árið áður.