BYD til Íslands

BYD Tang, BYD Han og BYD Atto3
BYD Tang, BYD Han og BYD Atto3 Mynd/Vatt

Vatt ehf., dótturfyrirtæki Suzuki á Íslandi, hefur hafið sölu á bílum frá kínverska rafbílaframleiðandanum BYD. BYD er eitt stærsta rafbílamerki í heiminum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vatt ehf.

„BYD hefur verið vel tekið á norskum markaði undanfarin tvö ár og nú er röðin komin að Finnlandi og Íslandi,“ segir Frank Dunvold, framkvæmdastjóri RSA.  

Skrifað var undir samning um inluttning þessara bíla á skrifstofu BYD síðastliðinn mánudag í Shenzen í Kína. Undir samninginn skrifuðu Frank Dunvold og Michael Shu, framkvæmdastjóri BYD í Evrópu.

RSA, norðurevrópskt fyrirtæki á sviði bílainnflutnings, er nú viðurkenndur dreifingaraðili BYD í Noregi, Finnlandi og Íslandi.

Noregur varð fyrir valinu sem fyrsti markaður fyrir BYD fólksbíla í Evrópu á árinu 2021. Strax það ár kom á markaðinn BYD Tang sjö sæta rafbíll. Haustið 2022 sótti BYD inn á fleiri markaði í Evrópu og kynnti þá fyrir Evrópu

BYD Company Ltd. er eitt stærsta einkafyrirtæki í Kína. Fyrirtækið seldi á heimsvísu tæpar tvær milljónir rafknúna bíla árið 2022, sem var aukning upp á 155,1% frá árinu 2021. BYD er eini bílaframleiðandi heims sem framleiðir sjálfur rafhlöður sínar, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora.

mbl.is