Rafjeppi með 520 km drægni

Hongqi E-HS9 verður kynntur hjá BL á laugardag.
Hongqi E-HS9 verður kynntur hjá BL á laugardag.

BL við Sæv­ar­höfða frum­sýn­ir á laug­ar­dag, 4. mars milli kl. 12 og 16, lang­dræg­ustu og best búnu gerð raf­knúna og fjór­hjóla­drifna lúxusjepp­ans Hongqi E-HS9, að því er BL seg­ir í til­kynn­ingu.

BL kynnti í októ­ber þrjár fyrstu gerðirn­ar, Com­fort, Premium og Exclusi­ve, en kynn­ir nú Ex­ecuti­ve með 120kWst raf­hlöðu, sem ger­ir kleift að aka bíln­um allt að 520 km vega­lengd við bestu aðstæður.

Tekið er fram, að þó að jepp­inn sé vegi um 2,6 tonn þá sé snerp­an mik­il enda bíll­inn aldrif­inn og með 750 Nm tog­kraft sem skili hröðun úr kyrr­stöðu í 100 km/​klst á aðeins 4,9 sek­únd­um.

Hongqi E-HS9 Ex­ecuti­ve hef­ur 1,5 tonna drátt­ar­getu og er hægt að fá ýms­an auka­búnað til að mæta fjöl­breytt­um áhuga­mál­um. Þar á meðal eru sex para skíðafest­ing­ar á topp­inn, mis­mun­andi reiðhjóla­fest­ing­ar á drátt­ar­krók­inn eða upp á bíl­inn og ým­is­legt fleira sem skapað geta spenn­andi ferðalag til úti­vist­ar all­an árs­ins hring, seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu. 

Nán­ari upp­lýs­ineg­ar er að finna heimasíðu BL.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »