Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Honda Civic Hybrid í sýningarsal Honda á laugardaginn næstkomandi, 25. mars. Auk þess verða ný mótorhjólin frá Honda sýnd í Öskju á sama tíma.
Civic Hybrid er ellefta kynslóðin af bílategundinni en liðin eru einmitt 50 ár síðan Civic var fyrst kynntur til sögunnar. Askja blæs í tilefni þess til frumsýningar á bílnum og stórafmælisboðs á laugardag á milli klukkan 12 og 16.
Hybrid kerfið sem þróað var fyrir Civic er sett saman úr tveimur kraftmiklum rafmótorum tveggja lítra Atkinson-bensínvél, Li-ion rafhlöðu og nýjustu kynslóð sjálfskiptingar Honda.
Fimm ára ábyrgð fylgir nýjum Civic Hybrid og innifalin er regluleg þjónusta í þrjú ár að skilyrðum uppfylltum.
Samhliða frumsýningunni ætlar Askja að sýna ný og mótorhjól frá Honda. Fyrstu Honda mótorhjólin voru flutt inn af Honda umboðinu árið 1962.