Vilja njóta landsins í sátt og samlyndi

Breyttir jeppar af öllum stærðum og gerðum fylltu Akureyri um …
Breyttir jeppar af öllum stærðum og gerðum fylltu Akureyri um þarsíðustu helgi og sátu 450 manns afmælisveislu Ferðaklúbbsins 4x4. Þorgeir Baldursson

Glatt var á hjalla á sam­komu Ferðaklúbbs­ins 4x4 þann 10. mars síðastliðinn en þar var haldið upp á 40 ára af­mæli fé­lags­ins. Var stefn­an sett á Ak­ur­eyri og áætl­ar Svein­björn Hall­dórs­son að þegar mest lét hafi um 300 bíl­ar fé­lags­manna fyllt bæ­inn: „Viðburður­inn var sótt­ur af fólki af land­inu öllu og í veislu sem hald­in var í Síðuskóla um kvöldið sátu um 450 manns til borðs,“ seg­ir Svein­björn en hann er formaður fé­lags­ins.

Var tæki­færið líka nýtt til akst­urs um ís­lenska nátt­úru, enda jörð fros­in og snæviþakin. Flot­an­um var skipt niður í minni hópa, með 40 til 50 bif­reiðar í hverj­um hópi, og m.a. haldið í átt að Flat­eyj­ar­dal, upp á Vaðlaheiði og inn á Súlu­mýr­ar.

Ferðaklúbbur­inn 4x4 var sett­ur á lagg­irn­ar með það sem aðal­mark­mið að fá stjórn­völd til að breyta regl­um um akst­ur breyttra jeppa­bif­reiða. „Á þess­um tíma ríkti laga­leg óvissa um hvort heim­ilt væri að aka þess­um bif­reiðum á al­menn­um veg­um og átti lög­regl­an það til að elta breytta jeppa uppi, senda þá aft­ur heim til sín og jafn­vel klippa af þeim núm­er­in. Var svo komið að eig­end­urn­ir sáu sér stund­um þann eina kost fær­an að reyna að læðast úr bæn­um þegar lögg­an gat ekki séð til, eða halda af stað á dekkj­um í venju­legri stærð og svo skipta yfir í stóru tor­færu­dekk­in þegar komið var á áfangastað úti á landi.“

Stofn­fund­ur­inn var hald­inn í Sjó­manna­skól­an­um í Reykja­vík þann 10. mars 1983 og var sótt­ur af um 50 manns.

Meðal áhugaverðari ökutækja á svæðinu var þessi fagurguli átta hjóla …
Meðal áhuga­verðari öku­tækja á svæðinu var þessi fag­ur­guli átta hjóla óbyggða-hóp­ferðabíll. Þor­geir Bald­urs­son

Fundu lausn á vand­an­um

Svein­björn seg­ir komu fjór­hjóla­drif­inna bíla til lands­ins hafa verið mikla fram­för í sam­göng­um á Íslandi og mörkuðu banda­rísku Willys-herjepp­arn­ir kafla­skil í ís­lenskri bíla­sögu: „Íslensk­ir bænd­ur voru t.d. fljót­ir að finna not fyr­ir þessi öku­tæki enda vega­kerfið ekki upp á marga fiska lengi fram eft­ir síðustu öld,“ seg­ir hann. „Senni­lega var það á 8. ára­tugn­um sem til­raun­ir hóf­ust með að breyta jepp­um og setja und­ir þá stærri dekk til að þeir réðu bet­ur við akst­ur í snjó, og vatt það fljótt upp á sig.“

En sem fyrr seg­ir féllu breyttu jepp­arn­ir ekki að reglu­verk­inu og þurftu jeppa­menn að taka hönd­um sam­an: „Eft­ir stofn­un klúbbs­ins var sett á lagg­irn­ar dekkja­nefnd sem síðan hélt á fund Bif­reiðaeft­ir­lits rík­is­ins sem þá var stýrt af Guðna Karls­syni. Hann sýndi mál­inu áhuga og eft­ir frek­ari viðræður og skoðun tækni­manna voru sam­in drög að reglu­gerð sem hef­ur verið í gildi allt frá ár­inu 1984,“ seg­ir Svein­björn sög­una.

Reglu­gerðin fól m.a. í sér að setja staðla um stærð dekkja og radíus, hvernig standa ætti að smíðinni þegar bíl­um væri breytt og hvernig ætti að hátta skoðana­skyldu. „Bif­reiðaeft­ir­lit í þá daga var ekki jafn tækni­vætt og í dag, og þegar breyttu jepp­arn­ir voru skoðaðir var hafður sá hátt­ur á að þeim var ekið ákveðna leið með allt í botni, og snar­hemlað til að at­huga hvernig bíl­arn­ir bremsuðu.“

Standa vörð um ferðaf­relsið

Eft­ir að reglu­verkið var lag­fært hef­ur starf­semi fé­lags­ins haldið áfram að þró­ast og dafna. Hags­muna­bar­átta leik­ur enn stórt hlut­verk í starf­semi Ferðaklúbbs­ins 4x4 og seg­ir Svein­björn fé­lagið beita sér fyr­ir ferðaf­relsi á Íslandi: Víða hafi verið reynt að þrengja að frelsi fólks til að ferðast um land í al­manna­eign og stund­um rati í laga­frum­vörp ákvæði sem myndu gera al­menn­ingi erfiðara fyr­ir að skoða landið. „Nú síðast þurft­um við að berj­ast gegn ákvæðum í nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um sem kváðu á um að búa til svo­kölluð kyrr­lát svæði sem væru í reynd svæði þar sem eng­in öku­tæki mættu koma inn. Þá er enn deilt um akst­ur á til­tekn­um reit­um, eins og í Von­ar­sk­arði í Vatna­jök­ulsþjóðgarði.“

Seg­ir Svein­björn að brýnt sé að eiga í góðu sam­tali um um­ferð á há­lend­inu svo all­ir geti notið nátt­úr­unn­ar eins og þeir óska, og reikna megi með að um­ferðin fari vax­andi m.a. vegna mik­ils áhuga er­lendra ferðamanna á ferðum á sér­út­bún­um jepp­um sem kom­ast hvert á land sem er. „Ég heyrði skemmti­lega og lýs­andi sögu frá ein­um fé­lags­manni okk­ar sem var uppi á Vatna­jökli á breytt­um jeppa og sér þar til skíðamanna á göngu. Hún ekur í átt til þeirra til að at­huga hvort mætti verða þeim að liði, en skíðafólkið varð held­ur bet­ur óhresst að hún skyldi koma svona ná­lægt þeim á jepp­an­um. Degi seinna ekur hún aft­ur fram á skíðamenn­ina, og gæt­ir þess að taka stór­an sveig fram hjá þeim til að valda ekki ónæði, en þá kom í ljós að skíðamenn­ina vantaði ein­mitt aðstoð.“

Flotanum var skipt niður í smærri hópa sem héldu hver …
Flot­an­um var skipt niður í smærri hópa sem héldu hver í sína átt­ina og tók­ust á við vetr­ar­færðina. Þor­geir Bald­urs­son

Um­hverf­is­mál­in á odd­inn

Höfuðstöðvar Ferðaklúbbs­ins 4x4 eru í Reykja­vík en tíu deild­ir eru starf­rækt­ar hring­inn í kring­um landið og fé­lags­menn meira en 5.000 tals­ins. Þá starfa marg­ar nefnd­ir inn­an fé­lags­ins og er um­hverf­is­nefnd­in sú stærsta. „Henn­ar helstu verk­efni eru stik­un, gróður­setn­ing og ferðaf­rels­is­mál, for­varn­ir og lag­fær­ing­ar á sár­um eft­ir akst­ur utan vega,“ út­skýr­ir Svein­björn. Þá starf­ræk­ir fé­lagið „litlu nefnd­ina“ sem er ætluð byrj­end­um og hjálp­ar þeim að læra að aka breytt­um jepp­um við krefj­andi aðstæður og ganga vel um nátt­úr­una. „Við bjóðum upp á sér­stak­ar nýliðaferðir, og einnig er stór og öfl­ug nefnd sem skipu­legg­ur kvenna­ferðir, og þá er starf­rækt hjá fé­lag­inu ungliðanefnd helguð yngsta fólk­inu.“

Ekk­ert lát er á vin­sæld­um fé­lags­ins: „Ferðaklúbbur­inn 4x4 er í senn hags­muna­fé­lag, fé­lags­skap­ur fólks sem hef­ur gam­an af að aka um á fjór­hjóla­drifs­bíl­um, og fólks sem hef­ur áhuga á nátt­úru­vernd og nátt­úru­skoðun,“ seg­ir Svein­björn og und­ir­strik­ar að allt frá stofn­un hafi fé­lags­menn lagt sig fram við að njóta nátt­úru­feg­urðar Íslands á vist­væn­an og ábyrg­an hátt.

Þessi grein birt­ist upp­haf­lega í Hest­öfl­um - Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 21. mars síðastliðinn.

Sveinbjörn Halldórsson segir félagið m.a. þurfa að beita sér fyrir …
Svein­björn Hall­dórs­son seg­ir fé­lagið m.a. þurfa að beita sér fyr­ir ferðaf­relsi inn­an­lands. Þor­geir Bald­urs­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »