Margir sýndu kínverska risanum áhuga

Starfsfólk Vatt við BYD bifreið.
Starfsfólk Vatt við BYD bifreið.

„Mæt­ing­in var í raun eins góð og við gát­um tekið við.“

Þetta seg­ir Úlfar Hinriks­son, fram­kvæmda­stjóri Vatt sem er umboðsaðili BYD (e. Build Your Dreams) á Íslandi. Fyr­ir­tækið nýtti nýliðna helgi til þess að kynna fyrstu fólks­bíl­ana frá fram­leiðand­an­um á markaðinn hér á landi en hann er sá um­svifa­mesti á sviði raf­bíla­fram­leiðslu í heim­in­um. Tók fram úr Tesla með gríðarlegri fram­leiðslu­aukn­ingu í fyrra.

Úlfar seg­ir aðsókn­ina í sýn­ing­ar­sal fyr­ir­tæk­is­ins í Skeif­unni hafa verið frá­bæra en auk þeirra bíla sem voru til sýn­is þar hafi áhuga­sam­ir getað gripið í prufuakst­ur. „Bíl­arn­ir voru í stans­lausri notk­un bæði laug­ar­dag og sunnu­dag sem er mjög ánægju­legt.“ Hann seg­ir einnig að það hafi verið áber­andi hversu marg­ir raf­bíla­eig­end­ur lögðu leið sína á staðinn. „Þetta er fólk sem þekk­ir orðið inn á markaðinn og hef­ur ef­laust heyrt af því hvað BYD er að gera, ekki aðeins í raf­hlöðumál­um held­ur einnig bíl­smíðinni sjálfri.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í gær.

Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri Vatt.
Úlfar Hinriks­son fram­kvæmda­stjóri Vatt. Árni Sæ­berg
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »

Loka