Fólksbílasala jókst um 16,1%

Bílasalan fer vel af stað á árinu.
Bílasalan fer vel af stað á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala nýrra fólksbíla í apríl jókst um 16,1% miðað við apríl í fyrra, en alls voru skráðir 1.629 nýir fólksbílar nú en voru 1.403 í fyrra.

Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu segir að í heildina eftir fyrstu fjóra mánuði ársins hafi sala nýskráðra ökutækja aukist um 11%. Í ár hafa selst 5.129 nýir fólksbílar samanborið við 4.621 í fyrra.

Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar heildarsala er skoðuð eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 40,5%. Í apríl var mest selda tegundin Toyota með 379 eða 23,3% seldra fólksbíla. Þar á eftir kemur KIA með 258 eða 15,8%.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina