Askja hefur sölu á smart

Fyrsti bíllinn er alrafmagnaður og heitir #1.
Fyrsti bíllinn er alrafmagnaður og heitir #1. Ljósmynd/Askja

Bílaumboðið Askja hefur hafið sölu á smart en um er að ræða línu af rafbílum frá þessum þekkta framleiðanda. Fyrsti bíllinn, nýr smart #1, verður til sýningar í sýningarrými á Krókhálsi 11 í dag.

Gefst þeim sem fara í reynsluakstur tækifæri á að vinna afnot af bílnum í allt sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öskju.

„Nýr smart #1 var fyrst kynntur í Berlín á síðasta ári og vakti þá mikla athygli. Komu bílsins á markað hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sú bið er nú loks á enda. smart fólksbíllinn er mörgum kunnuglegur en hann á rætur sínar að rekja til ársins 1991 þegar Mercedes-Benz og úraframleiðandinn Swatch hófu samstarf. Markmið þeirra var að hanna umhverfisvæna og hagkvæma bíla sem hentuðu fyrir borgarakstur. Úr varð smart smábíllinn sem vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir einstakt útlit og hagkvæmni í rekstri,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirtækið smart á rætur að rekja til samstarfs milli Mercedes-Benz og Geely sem hófst árið 2019.

„Fyrsti bíllinn er alrafmagnaður og heitir #1 og er hann afar rúmgóður og mun stærri en fyrri kynslóðir smart. Hann er framsækinn og nútímalegur með allt að 420 km drægni og 1600 kg dráttargetu og kemur þar að auki fjórhjóladrfinn og því spennandi valkostur fyrir Íslendinga sem vilja rafbíl. Í haust er væntanleg sérstök Brabus útfærsla sem er yfir 400 hestöfl,“ segir jafnframt í tilkynningunni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka