Tesla hefur framleitt 920.508 bíla á árinu

Rafbílarisinn framleiddi 479.700 bíla frá apríl til júní, eða 85 …
Rafbílarisinn framleiddi 479.700 bíla frá apríl til júní, eða 85 prósent meira en á öðrum ársfjórðungi árið 2022. AFP/Brandon Bell

Bílaframleiðandinn Tesla fór fram úr væntingum greiningaraðila á öðrum ársfjórðungi með því að afhenda 466.140 bíla þrátt fyrir erfiðan markað. Þetta kemur fram í afkomuskýrslu framleiðandans sem birt var í dag. 

Nærri hálf milljón afhendinga er 83% aukning frá sama tímabili í fyrra og 10% aukning frá fyrri ársfjórðungi. 

Sérfræðingar áttu ekki von á þessu, en búist var því því að afhendingarnar yrðu undir 450.000. 

Rafbílarisinn framleiddi því 479.700 bíla frá apríl til júní, eða 85% meira en á öðrum ársfjórðungi árið 2022. 

Tesla er þannig á góðri leið með að framleiða 1,8 milljónir bíla árið 2023, en heildarframleiðslan um mitt þetta ár er komin í 920.508 bíla. 

„Verðlækkanir sem farið var í snemma árs 2023 hafa skilað miklum arði til Musk og fjölskyldu, þar sem eftirspurn virðist áfram vera mjög mikil og framleiðsluhagkvæmnin hefur gert þeim kleift að afhenda þetta magn af bílum,“ skrifuðu sérfræðingar frá Wedbush Securities í skilaboðum til viðskiptavina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina