Rafbílar 70% af sölunni í júlí

Sala rafbíla frá bílaumboðinu Brimborg jókst í júlí miðað við …
Sala rafbíla frá bílaumboðinu Brimborg jókst í júlí miðað við júlí í fyrra um 48,1%. Ljósmynd/Aðsend

Rafbílar voru 70% af öllum nýskráningum bílaumboðsins Brimborgar í júlí en Brimborg nýskráði 120 rafbíla í mánuðinum og var stærsti innflytjandi á rafbílum. Í júlí í fyrra voru rafbílar 66% af nýskráningum umboðsins.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Brimborg. Sala rafbíla jókst í júlí miðað við júlí í fyrra um 48,1%.

Hlutdeild Brimborgar af rafbílamarkaði var 25,8% og hlutdeild rafbíla jókst í öllum vörumerkjum Brimborgar frá júlí í fyrra.

Rafbílamarkaður fyrir fólks- og sendibíla í heild var 465 bílar og jókst um 41,8% frá 328 bílum í fyrra. Heildarnýskráningar nýrra fólks- og sendibíla með öllum orkugjöfum voru 1.414 og dróst bílamarkaðurinn saman í júlí um 16,8% miðað við júlí í fyrra. Af heildarmarkaði voru rafbílar 32,9%.

mbl.is

Bloggað um fréttina