Fjórir af hverjum tíu voru rafbílar

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu. mbl.is/​Hari

Það sem af er ári hafa selst 4.527 rafknúnar fólksbifreiðar og samsvarar það rúmlega 38% af sölu nýrra bifreiða á árinu. Þá hafa selst 225 rafknúnar sendibifreiðar, sem samsvarar 17,6% af heildarsölu nýrra sendibifreiða á árinu.

Þetta má lesa úr tölum Samgöngustofu um nýskráningar ökutækja. Tilgreindir eru fjórir aðrir flokkar bifreiða: tveir flokkar hópbifreiða og tveir flokkar vörubifreiða. Alls seldust 367 bifreiðar í þessum fjórum flokkum og var 341 dísilknúin sem samsvaraði 93% sölunnar. Þá seldust 18 rafknúnar bifreiðar í þessum fjórum flokkum sem var 4,9% af sölunni. Því er mun lengra í land við rafvæðingu hópferðabifreiða og vörubifreiða en fólksbifreiða og sendibifreiða.

Sala nýrra bifreiða á árinu er hér sýnd á grafi, sundurliðuð eftir orkugjafa.

Kort/mbl.is

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: