Hekla frumsýnir nýja rafbíla

Bílaumboðið Hekla frumsýnir nýja rafbíla á morgun.
Bílaumboðið Hekla frumsýnir nýja rafbíla á morgun. Myndir/Hekla

Bílaumboðið Hekla hefur nú tekið í sölu nýja og spennandi tegund rafbíla GWM ORA 300 PRO. ORA verður frumsýndur á morgun milli 12 og 16 í sýningarsal Heklu Laugavegi.

Í tilkynningu frá Heklu segir:

„ORA er ekki bara rafbíll á frábæru verði heldur er hann búinn öllum helstu nútímaþægindum og reyndar gott betur. Til að mynda er í honum raddstýring, skynvæddur hraðastillir, rafmagn í sætum, sæti með leðurlíki, þráðlaus símahleðsla, 360° myndavél, lyklalaust aðgengi og margt fleira.

ORA 300 PRO er ekki bara fallegur heldur er hann líka öruggastur í sínum flokki (litlir fjölskyldubílar) samkvæmt EURO NCAP og hlaut hann í prófunum 5 stjörnur.

ORA er ekki bara rafbíll á frábæru verði heldur er …
ORA er ekki bara rafbíll á frábæru verði heldur er hann búinn öllum helstu nútímaþægindum.

Til að byrja með verður ORA 300 PRO fáanlegur í sex mismunandi litum, einlitur eða með svörtum toppi, Aurora Green, Mars Red, Starry Black, White, White/Black, Mars Red/Black.

Þó að ORA sé nýtt vörumerki í Evrópu eru þau hokin reynslu í bílaframleiðslu. Framleiðandinn Great Wall Motor (GWM) var stofnaður 1984 og er einn elsti og stærsti kínverski bílaframleiðandinn. Hjá fyrirtækinu starfa um 78.000 manns. GWM hefur verið leiðandi í sölu í Kína á jeppum og jepplingum í 11 ár og á pallbílum í 23 ár.

Til að byrja með verður ORA 300 PRO fáanlegur í …
Til að byrja með verður ORA 300 PRO fáanlegur í sex mismunandi litum.
mbl.is

Bloggað um fréttina