„Mig dreymir um að geðrækt verði hluti af grunnskólakerfinu,“ segir Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Bataskólanum og gestur þáttarins í dag. Þar ræðir hún meginhlutverk Bataskólans sem vinnur markvisst að því að bæta geðheilbrigði einstaklinga sem glímt hafa við geðrænar áskoranir og aðstandendur þeirra með skilvirkri fag- og jafningjafræðslu út frá batahugmyndafræði.
Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á dögunum. Hann ræddi við Bjarna Helgson um sína sýn á starfið, blönduna í leikmannahópnum, hvernig hann sér fyrir sér næstu árin með landsliðiðinu og markmið sín og drauma.
Viðskiptaráð Íslands lagði nýverið fram 60 hagræðingartillögur sem samanlagt skila 122 milljarða króna árlegri hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Í viðskiptahluta Dagmála er rætt við Gunnar Úlfarsson hagfræðing Viðskiptaráðs.