Bataskólinn veitir bjargráð til bættrar geðheilsu

„Mig dreymir um að geðrækt verði hluti af grunnskólakerfinu,“ segir Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Bataskólanum og gestur þáttarins í dag. Þar ræðir hún meginhlutverk Bataskólans sem vinnur markvisst að því að bæta geðheilbrigði einstaklinga sem glímt hafa við geðrænar áskoranir og aðstandendur þeirra með skilvirkri fag- og jafningjafræðslu út frá batahugmyndafræði.

Karpað um pólitík

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins ræða stærstu málin á vettvangi stjórnmálanna í dag: styrkjamálið, skómálið, þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, kennaraverkföll og fleira.

Gríðarlega stoltur að hafa fengið starfið

Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á dögunum. Hann ræddi við Bjarna Helgson um sína sýn á starfið, blönduna í leikmannahópnum, hvernig hann sér fyrir sér næstu árin með landsliðiðinu og markmið sín og drauma.

Boltinn sé hjá stjórnvöldum

Viðskiptaráð Íslands lagði nýverið fram 60 hagræðingartillögur sem samanlagt skila 122 milljarða króna árlegri hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Í viðskiptahluta Dagmála er rætt við Gunnar Úlfarsson hagfræðing Viðskiptaráðs.