Frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Guðríður …
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK, skrifa undir samning um mótshaldið á Selfossi. Ljóæsmynd/UMFÍ

„Þetta er einhver frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp. Fólki gefst kostur á að koma með börnum sínum og allir hafa eitthvað við að vera. Mér finnst þetta skrautfjöðrin í starfi UMFÍ,“ segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK.

Skrifað hefur verið undir samning um að unglingalandsmót verði haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina á næsta ári. Skrifað var undir í leikhléi í handboltaleik á Selfossi í fyrrakvöld.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin um verslunarmannahelgina frá árinu 1992. Þau hafa nokkrum sinnum verið haldin á starfssvæði HSK, meðal annars á Selfossi fyrir sjö árum. Þau eru orðin einn af áfangastöðum fjölskyldufólks um verslunarmannahelgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert