Byggja „ofurflugvöll“ í Kína

Beijing Daxing International-flugvöllurinn er engin smá smíði.
Beijing Daxing International-flugvöllurinn er engin smá smíði. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fyrsta áfanga framkvæmda við byggingu nýs „ofurflugvallar“  í kínversku höfuðborginni Peking er lokið eftir 5 ára vinnu. Búist er við því að 300 flugvélar muni geta hafið sig til flugs eða lent á flugvellinum á hverri klukkustund þegar hann verður fullkláraður árið 2021 og að 45 milljónir ferðalanga muni fara um völlinn á hverju ári.

Eins og stendur eru fimm flugbrautir á flugvellinum í notkun en þeim mun fjölga á næstum árum. Flugvöllurinn, sem fékk nafnið Beijing Daxing International Airport, var hannaður af íraska/breska arkitektinum Zaha Hadid heitnum.

Áætlað er að taka flugvöllinn formlega í notkun 30. september næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert