Með ömmu í alla þjóðgarða Bandaríkjanna

Ferðin til Great Smoky gekk svo vel að Brad ákvað …
Ferðin til Great Smoky gekk svo vel að Brad ákvað að efna til hópfjármögnunar á vefsíðunni GoFundMe sem gerði þeim kleift að fara í mánaðarlangt ferðalag og heimsækja 21 þjóðgarð. Facebook/Grandma Joy's Roadtrip

Þegar amma Brads Ryan sagði hon­um að hún hefði aldrei séð fjöll eða hafið vissi hann að hann þyrfti að gera eitt­hvað í því. Hann ákvað því að bjóða Joy, sem er á níræðis­aldri, með sér í Great Smoky Mountain þjóðgarðinn.

Síðan þá hafa þau heim­sótt 29 þjóðgarða Banda­ríkj­anna og stefna að því að heim­sækja alla þjóðgarða Banda­ríkj­anna, sem eru 61 tals­ins, og þar með þá sem eru á Hawaii og í Alaska.

Joy hafði lifað ein­földu lífi í Ohio, misst tvo af þrem­ur son­um sín­um unga að aldri og unnið lág­launastarf sem af­greiðslu­dama í mat­vöru­versl­un fram á níræðis­ald­ur. 

Sá eft­ir því að hafa ekki séð meira af heim­in­um

Brad seg­ir í sam­tali við frétta­stofu BBC að amma hans hafi sagt hon­um að hún sæi eft­ir því að hafa ekki séð meira af heim­in­um. Hann var sjálf­ur að ganga í gegn­um erfitt tíma­bil í kjöl­far sjálfs­vígs skóla­fé­laga síns og ákvað því að bjóða ömmu sinni með í fyrsta ferðalagið.

Ferðin til Great Smoky gekk svo vel að Brad ákvað að efna til hóp­fjár­mögn­un­ar á vefsíðunni GoFundMe sem gerði þeim kleift að fara í mánaðarlangt ferðalag og heim­sækja 21 þjóðgarð. Eins og fyrr seg­ir hafa þau nú heim­sótt 29 þjóðgarða og stefna á að sjá alla þjóðgarða Banda­ríkj­anna.

„Hún er mér svo mik­ill inn­blást­ur og hjálpaði mér að hægja á. Hún tek­ur eft­ir litlu hlut­un­um eins og litn­um á svepp­um á jörðinni,“ út­skýr­ir Brad, sem deil­ir ferðasög­um þeirra á sam­fé­lags­miðlum. 

Hann seg­ir bestu gjöf­ina sem hægt er að gefa vera tíma, og að hann hafi fengið fjöld­ann all­an af skila­boðum frá fólki sem seg­ist óska þess að hafa eytt meiri tíma með ömm­um sín­um og öfum á meðan færi gafst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert