Fyrsta kvennahótelið opnar dyr sínar

Í þessu hótelherbergi fá aðeins konur að gista í.
Í þessu hótelherbergi fá aðeins konur að gista í. ljósmynd/somhotels.es

Fyrsta kvennahótel Spánar og þó víðar væri leitað hefur hafið starfsemi. Á hótelinu Som Dona Hotel á Mallorca geta konur frá 14 ára aldri komið og dvalið án þess að þurfa blanda geði við fólk af öðrum kynjum. 

Á vef hótelsins kemur fram að það býður pör, mæður, dætur, konur sem ferðast einar eða í stórum hópum velkomnar á hótelið svo lengi sem þær eru konur. Alls eru 39 herbergi á hótelinu og er hönnunin sögð vera innblásin af kvenlíkamanum. 

Einnig kemur fram að um einstaka upplifun sé að ræða og dvölin á hótelinu sé ólík öllu öðru sem ferðalangar hafa prófað. Er hótelið fyrir konur sem vilja aftengja sig. Boðið er upp á sérstaka þjónustu sem er sögð eiga afar vel við konur. 

Hönnunin á að minna á kvenlíkamann.
Hönnunin á að minna á kvenlíkamann. ljósmynd/somhotels.es
Bleiki liturinn er í forgrunni.
Bleiki liturinn er í forgrunni. ljósmynd/somhotels.es
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert