Hestur um borð í flugvél vekur reiði

Smáhesturinn hefur vakið reiði.
Smáhesturinn hefur vakið reiði. skjáskot/Instagram

Flugfarþegar víða um heim hafa séð ýmislegt um borð í flugvélum, allt frá kengúrum til hesta. Hestar eru mjög umdeildir flugfarþegar og ekki eru allir sammála um hvort eigi að hleypa þeim inn í farþegarýmið.

Smáhestar eru meðal þeirra dýra sem leyfð eru um borð í farþegaflugi í sumum löndum. Margir smáhestar eru þjónustudýr og fylgja oft blindu fólki. Nýlega birtist mynd á instagramsíðunni Passenger Shaming af smáhesti, þar kom fram að hesturinn væri þjónustuhestur fyrir blinda manneskju. 

Hesturinn hefur fengið blendnar viðtökur og segja margir að farþegarými í flugvélum sé ekki rétti staðurinn fyrir smáhesta, sama hvort viðkomandi hestur sé þjónustuhestur eða ekki. 

Smáhesurinn Flirty vakti mikla athygli fyrr í haust þegar hann fylgdi eiganda sínum um borð í flugvél í Bandaríkjunum. Vel var látið af Flirty í fluginu og voru aðrir farþegar áhugasamir um veru hestsins um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert