Satanískur bolur veldur uppþoti

Sataníski bolurinn var ekki leyfður um borð.
Sataníski bolurinn var ekki leyfður um borð. skjáskot

Banda­ríska flug­fé­lagið American Air­lines hótaði að vísa konu frá borði á dög­un­um vegna þess að skila­boð á stutterma­bol henn­ar voru tal­in móðgandi. 

Kon­an, Swati Runi Goyal, var á leið frá Flórída til Las Vegas hinn 30. októ­ber síðastliðinn þegar bol­ur henn­ar með áletr­un­inni „Hail Satan“ eða „Fögn­um kölska“ vakti at­hygli flugþjóna í vél­inni. 

Hún seg­ir tvo flugþjóna hafa orðið gríðarlega reiða og kraf­ist þess að hún skipti um bol áður en vél­in færi í loftið. 

„Þetta er kald­hæðnis­leg­ur bol­ur. Fólki finnst hann vana­lega fynd­inn eða send­ir mér þumal því það skil­ur skila­boðin á hon­um,“ sagði Goyal í viðtali við Buzz­feed News

Goyal seg­ist ekki vera djöfla­dýrk­andi en til­heyr­ir satan­ísku musteri, sem legg­ur öll trú­ar­brögð og andsatan­ísk trú­ar­sam­tök að jöfnu. 

„Við héld­um fyrst að þetta væri eitt­hvert grín, en svo end­ur­tók hann fyr­ir­mæl­in og það var ann­ar flugþjónn á bak við hann með krosslagðar hend­ur grimm­ur á svip,“ sagði Goyal. 

Flug­inu var seinkað á meðan þjón­ustu­full­trúi hjá flug­fé­lag­inu kom um borð til að tryggja að Goyal skipti um föt áður en vél­in færi í loftið. Loks fékk hún peysu hjá eig­in­manni sín­um til þess að fela skila­boðin. 

Hún seg­ist hafa verið niður­lægð, en var þakk­lát fyr­ir að aðrir farþegar í flug­inu studdu hana og sögðu að sér fynd­ist bol­ur­inn fynd­inn. 

Goyal kvartaði til flug­vélags­ins vegna at­viks­ins og fékk stöðluð skila­boð til baka um að farþegar um borð í vél­um American Air­lines þyrftu að fylgja ákveðnum regl­um. 

Eft­ir að hún skrifaði um reynslu sína á Twitter hins veg­ar fékk hún þau svör að for­dóm­ar væru ekki liðnir hjá American Air­lines. Í kjöl­farið sagði talsmaður flug­fé­lags­ins að þau hefðu haft sam­band við Goyal til þess að biðjast af­sök­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka