YouTube-stjarna í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að þykjast vera ökklabrotin til að fá betra sæti um borð í flugvél.
Jamie Zhu birti nýlega myndband á YouTube-rás sinni um hvernig best sé að fá sæti á fyrsta farrými ókeypis. Þar sýnir hann frá því hvernig hann plataði starfsmenn Cathay Pacific til að gefa honum sætið frítt.
Zhu keypti spelku í verslun á flugvellinum og setti spelkuna á ökklann áður en hann fór um borð. Um borð sýnir hann svo frá því að hann geti engan veginn komið sér þægilega fyrir í sínu venjulega flugsæti og biður um að vera færður.
Það heppnaðist hjá honum og um leið og hann var kominn á fyrsta farrými tók hann af sér spelkuna og naut alls þess sem fyrsta farrými hefur upp á að bjóða.