Þorrablótið á Kanarí í uppnámi

Þorramaturinn var stoppaður í tollinum.
Þorramaturinn var stoppaður í tollinum. Samsett mynd

Þorrablótið á Kanarí fer fram á morgun, miðvikudag. Skipuleggjendur lentu í miklum hremmingum en tollurinn gerði þorramatinn upptækan. Íslendingafélagið á Gran Canaria greindi frá áfallinu á Facebook-síðu sinni. 

Íslendingafélagið hefur ákveðið að gera gott úr málunum og verður í staðinn fyrir þorramat boðið upp á „þorrakjötsúpu“. Þorrablótið fer fram á veitingastaðnum Maspalomas Lago og átti þorramaturinn að koma frá SAH Blönduósi að því fram kemur á viðburði þorrablótsins. 

„Kæru landar

Við lentum í þeim hremmingum í gær að tolllögreglan á flugvellinum henti öllum þorramatnum okkar!

Við erum auðvitað í áfalli en viljum blása til sóknar og gera gott úr þessu. Það verður því þorrakjötsúpa af bestu gerð, íslenskt gaman, söngur og dans,“ stendur á Facebook-síðu Íslendingafélagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert