Ragnar gagnrýnir Icelandair fyrir óþrifnað

Ragnar Þór Ingólfsson bendir á óþrifnað um borð í vélum …
Ragnar Þór Ingólfsson bendir á óþrifnað um borð í vélum Icelandair. mbl.is/Hari

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, gagnrýnir óþrifnað í vélum flugfélagsins Icelandair. Ragnar kom nýlega til landsins frá München í Þýskalandi og segir bæklingana í vasanum í sætinu fyrir framan hann hafa verið illa farna og drulluskítuga.

Þó að München sé ekki skilgreint sem áhættusvæði komu tveir af þeim 20 sem nú eru smitaðir af kórónuveiru á Íslandi til landsins í gegnum flug frá München. Alls hafa 244 tilfelli kórónuveiru verið greind í Þýskalandi.

Farþegar Icelandair eru hvattir til að kynna sér bæklingana til að velja veitingar og skoða hvaða varningur er til sölu í vélinni.

Ragnar hvetur Icelandair til að gera viðeigandi ráðstafanir og tekur fram að hann hafi sprittað sig í bak og fyrir eftir að hafa snert á þessum ófögnuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka