Verða flugsæti framtíðarinnar svona?

Hér má sjá flugsætin Janus.
Hér má sjá flugsætin Janus. ljósmynd/Aviointeriors

Mikil nálægð í flugi hræðir sumt fólk vegna kórónuveirufaraldursins. Á meðan stungið hefur verið upp á því að selja ekki öll sæti hefur ítalski flugsætaframleiðandinn Aviointeriors hannaði tvær tegundir af nýjum flugsætum. Hönnunin afmarkar það pláss sem hver flugfarþegi hefur fyrir sig og minnkar líkur á snertingu. 

Annars vegar voru flugsætin Janus kynnt og hins vegar flugsætin Glasssafe.

Miðjusætið snýr í öfuga átt við sætin við gluggann og ganginn í flugsætategundinni Janus. Sætin við gluggann og ganginn snúa eftir sem áður í átt að flugstjórnarklefanum. Auk þess sem farþegar snúa ekki allir eins er búið að bæta við gegnsæju efni sem hlífir enn frekar og má eiginlega segja að hver farþegi hafi afmarkað rými út af fyrir sig. 

Tegundin Glasssafe er líkari því sem flugfarþegar eiga að venjast þar sem flugsætin snúa öll eins. Það sem gerir þau aðeins öruggari gegn veirusmiti er létt og gegnsæ hlíf sem afmarkar hvert sæti fyrir sig.

Flugsætin Glassafe.
Flugsætin Glassafe. ljósmynd/Aviointeriors
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert