Möguleiki er á því að skylda verði að ferðast með andlitsgrímu í ferðalögum framtíðarinnar. Nú þegar flugsamgöngur eru fátíðar á meðan kórónuveiruheimsfaraldurinn geisar kalla flugfélög og flugvellir eftir því að samræmdar reglur verði settar um andlitsgrímur, þrátt fyrir að vísindamenn hafi dregið í efa að þær gagnist í baráttunni við veiruna.
Mikil óvissa ríkir í flugrekstri í heiminum öllum og hræðast flugfélög að ferðalangar muni ekki vilja ferðast telji þeir að heilsu þeirra verði stefnt í hættu. Von flugfélaga er að almenn notkun andlitsgríma muni veita farþegum öryggi í framtíðinni.
Framkvæmdarstjóri Heathrow flugvallar í London benti á það í upphafi maí að erfitt verði að halda samskiptafjarlægð (e. social distancing) á fjölförnum flugvöllum á borð við Heathrow. Yfirstjórn Heathrow hefur nú kallað eftir því að alþjóðlegir staðlar verði settir um flugsamgöngur.
Ekki eru allir sammála um notagildi andlitsgríma og hefur Public Health England bent á að þær gagnist mjög vel inni á spítölum og öðrum heilbrigðsstofnunum en þegar kemur að útbreiddri nokrun í samfélaginu sé fátt sem bendi til þess að þær gagnist mikið við að hefta útbreiðslu sjúkdóma.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur tekið í sama streng og sagt að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess að grímur geri mikið gagn. Stofnunin segir að þvert á móti geti þær valdið fölsku öryggi á meðal fólks sem þar af leiðandi fer ekki jafn varlega.
Frétt af vef Independent.