„Ákváðu að gefa veirunni nýtt nafn“

Laufey Karítas Einarsdóttir, Áróra Bryndís Ásgeirsdóttir og Helga Birgisdóttir.
Laufey Karítas Einarsdóttir, Áróra Bryndís Ásgeirsdóttir og Helga Birgisdóttir.

Þegar leitað er til listakonunnar Helgu Birgisdóttur eða Geggu með ráð tengd streitu kemur fólk vanalega ekki að tómum kofunum. Gegga vann í tæpa fjóra áratugi á Landspítalanum. Hún vann í sex ár á geðsviði þar til hún fékk alvarlega kulnun sjálf. Hún segir náttúruna og það að brosa leiðina út úr vanlíðan. 

„Ég fékk símhringingu frá vinkonu minni Áróru Bryndísi Ásgeirsdóttur náttúruunnanda og landfræðingi þar sem hún vildi fá mig til að halda námskeið á fjöllum. Ég er myndlistarkona, NLP-meðferðar- og markþjálfi, ljósmóðir, fyrirlesari og hjúkrunarfræðingur svo ég kom með alls konar nálgun á heilbrigði á þessu fjögurra daga námskeiði á fjöllum fyrir konur í Hólaskjóli hálendismiðstöð þar sem hún er staðarhaldari. Uppselt varð á námskeiðið enda mikið af þreyttum konum sem vilja snúa við blaðinu og skapa sér nýtt líf.

Áróra vissi að ég hafði persónulega reynslu af kulnun og að ég hafði skrifað kafla í nýútgefna bók eftir dr. Andreu Pennington; The Top 10 Traits of Highly Resilient People. Hún vissi líka að ég fer gjarnan ótroðnar slóðir í minni kennslu. Ég elska að tala um kærleikann og Guð eða hvað sem við viljum kalla sköpunarorku lífsins og tengi saman andleg fræði og vísindi. Ég er frumkvöðull SMILER og andlegur markþjálfi og minni á að við erum skaparar í lífi okkar en ekki fórnarlömb. Aðalorsök að streitu tel ég mega rekja til þess að við fylgjum ekki hjarta okkar og draumum. Ég er sjálf eins og álfur út úr hól sem vill prófa allt.“

Skýrðu veiruna upp á nýtt

Aðstæður og umgjörð í skálanum í Hólaskjóli áttu þátt í að fljótt myndaðist sterk tenging og traust á milli kvennanna. 

„Við héldum tveimur metrum vegna kórónuveirunnar. Við ákváðum í byrjun að gefa veirunni nýtt og skemmtilegra nafn sem við notuðum ef við vildum minna á varúð og mörk okkar. Það bæði létti lund og minnkaði ótta. Hjörtu þátttakenda opnuðust, tilfinningar fengu að flæða og tár streymdu bæði gegnum hlátur og grát.

Helga er mikið fyrir náttúruna og segir mikinn kraft að …
Helga er mikið fyrir náttúruna og segir mikinn kraft að fá á hálendinu.

Við sváfum í uppbúnum kojum í sama rými og borðhaldið var í. Það var eldað á lítilli gaseldavél í litlu eldhúsi sem er án flestra þeirra tækja og tóla sem við erum vön. Ég vil meina að ástríðukokkurinn Laufey Karítas Einarsdóttir hafi notað töfra er hún bar fram girnilegar máltíðir alla daga þar sem ekkert var til sparað í gæðum og flest var unnið frá grunni á staðnum.“

Helga segir að með séríslensku heitu súkkulaði, sem borið var fram með þeyttum rjóma og Fróns-matarkexi, hafi þær yljað sér og minnst gamalla hefða frá barnæsku. 

„Margar höfðu á orði að þvílíka lúxusferð hefðu þær ekki upplifað áður. Það var magnað að upplifa þessa samveru í fjóra daga og hvað öllum leið vel. Sumum fannst meira að segja súrt að fara heim í lokin.“

Helga er á því að náttúran sér kraftmikil. 

„Náttúran heilar og umhverfi Hólaskjóls er sniðið fyrir svona námskeið. Þar er mjúkur mosi til að leggjast í og fallegt stuðlaberg og kröftugur og mikill foss gerðu mikið til að heila og róa taugakerfið. Fyrsta daginn leiddi ég hugleiðslu sem ég kalla Að brosa með hjartanu. Á meðan lágu konurnar í náttúrunni, en móðir jörð getur auðveldlega tekið við streitu okkar og gefið okkur orku. Áróra benti á tröll og álfabyggðir í göngutúrum og drukkið var lindarvatn sem búið var að setja á flöskur og blessa með sólarorku. Einn daginn rigndi mikið og þá böðuðu konurnar sig í litlum fossi sem er í fimm mínútna göngufjarlægð frá skálanum. Sundföt voru að sjálfsögðu óþörf, enda enginn nálægt okkur.“

Andleg næring er mikilvæg

Helga segir mikilvægt að konur hugsi ekki einungis um næringuna í mat heldur einnig um andlega næringu. 

„Andleg næring var í hæsta gæðaflokki með fyrirlestrum, orkuæfingum sem styrkja ónæmiskerfið og róa streitukerfið, hugleiðslu og uppákomum. Konurnar fengu ýmis verkfæri hjá mér til að takast á við streitu. Áreiti var í lágmarki og símar voru lagðir til hliðar þessa fjóra daga. Sjálfsást, að hlúa að sjálfri sér og samþykkja tilfinningar sínar, þarfir og drauma er besta meðalið fyrir heilsu og hamingju. Ég kenndi meðal annars aðferðina The Work sem kennd er við Byron Katie. Sú aðferð byggist á að umbreyta streituhugsunum í frið, sátt og gleði. Þannig róast taugakerfið og líkami og hugur heilast.

Helga segir ótrúlega magnað að fylgjast með því hversu mikil …
Helga segir ótrúlega magnað að fylgjast með því hversu mikil nánd og tengsl getur myndast á milli kvenna á fjöllum.

Konurnar voru svo himinlifandi að þær vilja framhaldsnámskeið og aldrei að vita hvað gerist næst tengt því. Margar þeirra vissu ekki hvað þær væru að fara út í og væntingarnar fóru fram úr vonum. Þær fengu kveðjugjöf, Smiler-hálsmen, til að minna sig á að brosa þegar á móti blæs. Brosið er jú töframeðal við streitu!“

Helga mælir með því að konur finni kraft úr náttúrunni.
Helga mælir með því að konur finni kraft úr náttúrunni.
Andleg næring að mati Helgu er að fá nýja sýn …
Andleg næring að mati Helgu er að fá nýja sýn á lífið. Það getur átt sér stað á fyrirlestrum og með því að kynna ný hugmyndakerfi eins og gert var á námskeiðinu.
Konurnar sóttu kraft í náttúrunni.
Konurnar sóttu kraft í náttúrunni.
Helga mælir með því að leyfa orku móður jarðar að …
Helga mælir með því að leyfa orku móður jarðar að fara um líkamann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert