Tryggja að jólalandið í Laplandi verði opið

Lykillinn að hinni öruggu leið eru leiguflug að sögn Kärkkäinen.
Lykillinn að hinni öruggu leið eru leiguflug að sögn Kärkkäinen. Ljósmynd/Unsplash/Joao Monteiro

Stefnt er að því að tryggja að hið sívinsæla jólaland í Lapplandi í Finnlandi verði opið ferðamönnum fyrir jólin 2020. 

Fyrirtæki í ferðaþjónustu í Lapplandi hafa alltaf lagt sig fram við að vinna saman og vinna með stjórnvöldum. „Það er innbyggt í okkur að vinna saman. Fyrirtækin í Lapplandi eru sterkust þegar þau vinna saman í krísu,“ sagði Sanna Kärkkäinen, framkvæmdastjóri Visit Rovaniemi.

Ferðaþjónustan í Lapplandi hefur alltaf unnið saman í neti með öðrum fyrirtækjum og unnið til verðlauna fyrir það. Nú er í pípunum hjá þeim áætlanagerð fyrir jólin sem mun tryggja að Finnland verði opið ferðamönnum. 

Fyrirtæki í ferðaþjónustu í Lapplandi vinna nú með Markku Broas, yfirlækni á smitsjúkdómadeild sjúkrahússins í Lapplandi, að því að skipuleggja örugga leið fyrir ferðamenn til landsins. 

Lykillinn að hinni öruggu leið er leiguflug að sögn Kärkkäinen. Aðgerðaáætlunin hefur verið kynnt fyrir ráðherrum í Finnlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert