Útsýnisflug Qantas frá Ástralíu seldist upp á aðeins 10 mínútum samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu. „Þetta er örugglega það flug sem hefur selst hraðast upp í sögu Qantas,“ sagði Alan Joyce, framkvæmdastjóri flugfélagsins.
Um er að ræða sjö tíma flugferð með engum áfangastað heldur verður floginn hringur yfir kóralrifin miklu og fleiri áhugaverða staði í kring um Ástralíu. Flogið verður á Boeing 787 Dreamliner-flugvél Qantas sem venjulega er notið í löngum flugferðum á milli heimsálfa.
Aðeins 134 miðar voru í boði og kostuðu allt frá 566 til 2.734 bandaríkjadala. Útsýnisflugið er á dagskrá hinn 10. október næstkomandi.
„Fólk saknar þess greinilega að ferðast og upplifunarinnar að fljúga. Ef það er eftirspurn eftir því munum við klárlega skoða að fara í fleiri svona útsýnisferðir á meðan við bíðum eftir að landamæri opnist,“ sagði Joyce í viðtali við CNN Travel.