Bandaríski leikarinn Terry Crews birti á dögunum fjölda mynda og myndbanda sem hann tók í Íslandsheimsókn sinni í sumar. Þar dásamar hann íslenska náttúru og fær sér að drekka úr læk.
Crews birti myndband af sér í svartri fjöru og sagðist vera hæst ánægður með ströndina. „Ég er svartur maður á svartri strönd. Ég skal segja þér eitt, ég er kominn heim. Ísland er mitt nýja heimili. Þetta er staðurinn til að vera. Þetta er fólkið mitt,“ sagði Crews.
Í heimsókn sinni hitti Crews einnig fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann birti mynd af sér með henni og sagði það vera mikinn heiður að fá að hitta hana. „Það er hægt að læra mikið af þessari mögnuðu konu,“ skrifaði Crews.
THE BLACK MAN ON ICELAND’s BLACK SAND
— terry crews (@terrycrews) September 29, 2020
So privileged and honored to visit the beautiful country of ICELAND! Join me on my journey! 🇮🇸🔥🧊 pic.twitter.com/w6jrQm2aVn
Waterfalls are neither liberal or conservative, Republican or Democrat ... they’re just PEACEFUL.
— terry crews (@terrycrews) September 30, 2020
TERRY IN ICELAND 2020 pic.twitter.com/pOfHvz0C3a
No need for bottles here! Natural and pure— just like me! 😂😂😂 pic.twitter.com/mzt01fY7yo
— terry crews (@terrycrews) September 30, 2020
What an honor to meet Iceland’s Vigdís Finnbogadóttir: The World’s First Female Elected President!
— terry crews (@terrycrews) October 1, 2020
Lots of knowledge and wisdom to be gleaned from this amazing woman!
❤️❤️❤️ pic.twitter.com/QQZb4SUbia