Starfsmenn Landmælinga Íslands eru duglegir að setja inn skemmtilegar upplýsingar um landið okkar á facebooksíðu sína. Í dag eru þau með skemmtilegan leik þar sem fylgjendur Landmælinga geta giskað á hver eru fimm algengustu örnefni á Íslandi.
Gefnar voru upp vísbendingar í gif-formi fyrir hvern stað og voru réttu örnefnin ekki lengi að detta inn.
Algengasta örnefnið er Einbúi. Það næstalgengasta er Stekkur. Þriðja algengasta örnefnið er Bæjarlækur. Í fjórða sæti er Sjónarhóll og í fimmta sæti Nátthagi.
Í dag ætlum við að breyta út af vananum og leika okkur öðruvísi með örnefnin. Til gamans ætlum við að biðja ykkur að...
Posted by Landmælingar Íslands on Thursday, 12 November 2020