Þetta eru algengustu örnefni Íslands

Herðubreið er ekki algengasta örnefni Íslands.
Herðubreið er ekki algengasta örnefni Íslands. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Starfsmenn Landmælinga Íslands eru duglegir að setja inn skemmtilegar upplýsingar um landið okkar á facebooksíðu sína. Í dag eru þau með skemmtilegan leik þar sem fylgjendur Landmælinga geta giskað á hver eru fimm algengustu örnefni á Íslandi. 

Gefnar voru upp vísbendingar í gif-formi fyrir hvern stað og voru réttu örnefnin ekki lengi að detta inn. 

Algengasta örnefnið er Einbúi. Það næstalgengasta er Stekkur. Þriðja algengasta örnefnið er Bæjarlækur. Í fjórða sæti er Sjónarhóll og í fimmta sæti Nátthagi. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert