Heitustu og sjálfbærustu staðirnir 2021

Flórens.
Flórens. AFP

Lonely Pla­net gaf ný­lega út það heit­asta í ferðaþjón­ustu á næsta ári. List­inn í ár er óvenju­leg­ur og er sagður hvatn­ing til les­enda til að ferðast með ábyrg­um hætti og stuðla að já­kvæðum breyt­ing­um.

Hér fyr­ir neðan má sjá brot af því sem Lonely Pla­net mæl­ir með fyr­ir árið 2021 fyr­ir fólk sem vill stuðla að sjálf­bærni. 

Besta gang­an

Le Vie di Dan­te – Veg­ir Dan­tes á Ítal­íu

Í göng­unni er geng­in sama leið og Dan­te gerði fyr­ir 700 árum. Gengið frá gra­freit hans í Ravenna að fæðing­arstað hans í Flórens. Ferðin er löng eða 395 kíló­metr­ar og fólk geng­ur eins lengi og það kýs. 

Besta mat­ar­ferðin

Grikk­land

Líf­rænn mat­ur, villt­ar kryd­d­jurtir og sjáv­ar­af­urðir gera Grikk­land að ákjós­an­leg­um kosti þegar sjálf­bærni er ann­ars veg­ar. Græn hugs­un í mat­ar­gerð og rækt­un á græn­meti er Grikkj­um í blóð bor­in. 

Aþena.
Aþena. AFP

Áfangastaður á upp­leið

An­tígva og Barbúda

Eyríkið í Karíbahaf­inu hef­ur tekið stór skref í átt að græn­um lífs­stíl.

Besta borg­ar­ferðin

Gauta­borg

Vegna um­hverf­is­stefnu Gauta­borg­ar þykir hún fýsi­leg­asti kost­ur­inn. Mörg hót­el í borg­inni standa sig vel og sam­göng­urn­ar ganga aðallega fyr­ir end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um. 

Sporvagn í Gautaborg.
Spor­vagn í Gauta­borg. AFP



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert