Í Jukkasjärvi í norður Svíþjóð má finna einstakt íshótel. Herbergi hótelsins eru búin til úr ísskúlptúr og inni í herbergjunum er um -5 til -8 gráðu frost.
Hönnuður herbergjanna er ítalinn Luca Roncoroni sem ólst við töluvert hlýrra loftslag en er að finna í norðurhluta Svíþjóðar. Roncoroni ólst upp við Como vatn á Ítalíu og kynntist ískúlptúragerð þegar hann var fór sem skiptinemi í arkitektarnámi sínu til Ósló í Noregi.
Þá féll hann algjörlega fyrir snjónum í Noregi og ákvað að flytja þangað árið 1995.
Á íshótelinu í Svíþjóð er líka að finna hlý herbergi og þar eru sánur, heitir pottar og líka kaldur pottur.